Vítaklúður hjá Haaland í jafntefli (myndskeið)

Manchester City og Everton gerðu 1:1-jafntefli í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í Manchester í dag.

City komst yfir með marki frá Bernardo Silva en Iliman Ndiaye jafnaði metin fyrir Everton með glæsilegu skoti.

Erling Haaland fékk frábært tækifæri til þess að skora sigurmarkið þegar City fékk vítaspyrnu en enski landsliðsmarkmaðurinn Jordan Pickford varði frá honum.

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan, en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­starfi við Sím­ann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert