Lagði upp mark og liðið á toppinn (myndskeið)

Willum Þór Willumsson og félagar í Birmingham eru á toppnum.
Willum Þór Willumsson og félagar í Birmingham eru á toppnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Willum Þór Willumsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, átti stóran þátt í seinna marki Birmingham City þegar liðið vann Burton Albion, 2:0, í ensku C-deildinni í gær.

Markið var sjálfsmark eftir gott spil og hættulega sendingu Willums inn í markteiginn en markið má sjá í myndskeiðinu fyrir neðan.

Birmingham komst með sigrinum á topp C-deildarinnar með 48 stig og á einn til tvo leiki til góða á næstu lið á eftir en liðið hefur nú unnið átta síðustu leiki sína í deild og bikar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert