Dermot Gallagher, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu og sérfræðingur hjá Sky Sports, er sammála því að furðulegt brot Jhon Durán hjá Aston Villa verðskuldaði rautt spjald.
Durán var rekinn af velli í 3:0-tapi liðsins í gær gegn Newcastle fyrir að stíga á rassinn á Fabian Schär þegar hann datt eftir samstuð.
https://www.mbl.is/sport/enski/2024/12/26/rautt_spjald_fyrir_takka_i_rass_myndskeid/
„Mér finnst þetta rautt spjald. Fólk segir að hann sé ekki í jafnvægi vegna þess að Schar var að toga í hann og það verður alltaf samstuð en mér finnst hann geta komið í veg fyrir þetta. Það er það sem Anthony Taylor (dómari leiksins) sá,“ sagði Gallagher eftir leikinn.