Slot: Það er of snemmt að fagna

Arne Slot er knattspyrnustjóri Liverpool.
Arne Slot er knattspyrnustjóri Liverpool. AFP/Glyn Kirk

Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3:1-sigur gegn Leicester City og liðið hefur ekki tapað leik síðan um miðjan september.

„Það er nóg eftir af mótinu, það var bara fyrir tveimur mánuðum sem við vorum aðeins stigi á eftir Manchester City og þú veist hvað gerðist hjá þeim. Meiðsli, óheppni og leikbönn, þetta getur gerst við öll lið,“ sagði Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, en City er í sjöunda sæti og 14 stigum á eftir Liverpool.

„Það er of snemmt að fagna en það er auðvitað gott að vera liðið sem við erum og við vitum að við getum þetta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert