Amorim ánægður með Maguire

Harry Maguire í leik með United á tímabilinu.
Harry Maguire í leik með United á tímabilinu. AFP/Oli Scarff

Knattspyrnustjóri Manchester United, Ruben Amorim, er ánægður með Harry Maguire, fyrrum fyrirliða United.

Maguire hefur verið í byrjunarliði United í síðustu þremur leikjum liðsins í ensku deildinni og verður mögulega með fyrirliðabandið þegar United mætir Newcastle á morgun því Bruno Fernandes er í banni.

„Þið verðið að bíða og sjá hver verður fyrirliði. Maguire hefur verið mjög duglegur. Hann er einbeittur á að spila og hugsar ekki um það sem fólk segir.

Hann er ekki með neina afsökun. Hann hefur gengið í gegnum erfiða tíma og er fyrirmynd fyrir aðra. Maguire er hérna til þess að spila og hjálpa liðinu sem hann er að reyna að gera,“ sagði Amorim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert