Thomas Frank, stjóri Brentford, fór fögrum orðum yfir Hákon Rafn Valdimarsson eftir markalaust jafntefli liðsins gegn Brighton í gærkvöld.
Hákon kom inn á fyrir Mark Flekken á 36. mínútu en þetta var fyrsti leikur hans í ensku úrvalsdeildinni.
„Ég var mjög ánægður með hvernig Hákon spilaði. Hann var yfirvegaður, hugrakkur á sínu sviði og góður í uppspilinu,” sagði Frank í viðtali eftir leik.
Brentford mætir Arsenal í næsta leik á nýársdag.