Slot: Alltaf pressa á mér og liðinu

Arne Slot er knattspyrnustjóri Liverpool.
Arne Slot er knattspyrnustjóri Liverpool. AFP/Glyn Kirk

Arne Slot knattspyrnustjóra Liverpool finnst ekki aukin pressa á að vera á toppi deildarinnar en liðið er með þægilegt sex stiga forskot á Chelsea í öðru sæti.

„Þú situr fyrir framan knattspyrnustjóra Liverpool, það er alltaf pressa á mér og liðinu sama hvar við erum í töflunni. 

Liðið var einnig í fyrsta sæti á þessum tímapunkti á síðasta ári svo þetta er ekki óvenjuleg staða fyrir liðið. Við vitum samt hvað það eru mörg góð lið í þessari deild sem geta unnið hvaða leik sem er,“ sagði Slot á blaðamannafundi.

Liverpool mætir West Ham á útivelli á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert