Trent segist ekki ætla að framlengja hjá Liverpool

Trent Alexander-Arnold gæti verið á leiðinni til Real Madrid næsta …
Trent Alexander-Arnold gæti verið á leiðinni til Real Madrid næsta sumar. AFP/Paul Ellis

Enski landsliðsmaðurinn Trent Alexander-Arnold hefur sagt Liverpool að hann ætli ekki að framlengja samning sinn við félagið sem rennur út næsta sumar. Spænski fjölmiðillinn Marca greinir frá þessu.

Alexander-Arnold, sem er 26 ára, hefur lengi verið orðaður við spænska stórveldið Real Madrid og virðist hann vera á leið þangað.

Alexander-Arnold hóf meistaraflokksferil sinn með Liverpool árið 2016 og hefur leikið með félaginu síðan þá. Með félaginu hefur hann unnið alla titla sem hægt er að vinna, meðal annars ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka