Preston hafði betur gegn Sheffield Wednesday, 3:1, í ensku B-deildinni í fótbolta í dag.
Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Preston og hann lék fyrstu 71 mínútuna á miðsvæði liðsins í dag, en leikurinn var sá síðasti á árinu hjá Stefáni og félögum.
Preston hefur rétt vel úr kútnum, með aðeins eitt tap í síðustu níu leikjum, eftir erfiða byrjun og er liðið í 13. sæti með 29 stig eftir 24 leiki.