Skoraði ekki mark á árinu

Jack Grealish tókst ekki að skora mark á árinu.
Jack Grealish tókst ekki að skora mark á árinu. AFP/Paul Ellis

Jack Grealish, kantmaður Englandsmeistara Manchester City í fótbolta, skoraði ekki mark á árinu 2024. 

Grealish sat allan tímann á varamannabekknum í sigri City á Leicester, 2:0, í ensku úrvalsdeildinni í dag, en hann lék síðasta leik sinn á árinu í tapi City fyrir Aston Villa, 2:1, þann 21. desember.

Alls lék Grealish 45 leiki á árinu og skoraði ekki eitt mark. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert