Manchester United fylgist grannt með Portúgalanum Nuno Mendes. Florian Plettenberg hjá Sky Sports í Þýskalandi greinir frá þessu.
Mendes, sem er 22 ára, er vinstri bakvörður sem hefur verið á mála hjá PSG síðan 2022. Hann kom til liðsins frá Sporting en Rúben Amorim, stjóri Manchester United, stýrði liðinu áður en hann tók við United.
Mendes er með samning hjá PSG til ársins 2026. Félagið vill framlengja við Portúgalann sem íhugar nú framtíð sína.
⤵️✔️ #Mendes #MUFC #PSG 🇵🇹 Situation as revealed and one to watch in the next weeks … https://t.co/5M1ASIRVzk
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) December 28, 2024