Chelsea skellt í Ipswich

Liam Delap skoraði og lagði upp fyrir Ipswich.
Liam Delap skoraði og lagði upp fyrir Ipswich. AFP/Glyn Kirk

Ipswich vann sinn fyrsta heimaleik í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í yfir 20 ár þegar liðið skellti Chelsea, 2:0, á Portman Road í Ipswich í kvöld. 

Ipswich-liðið er í 18. sæti deildarinnar með 15 stig og er nú aðeins tveimur stigum frá því að komast úr fallsæti en Chelsea, sem hefur ekki unnið í síðustu þremur leikjum, er í fjórða sæti með 35 stig. Chelsea hefði komst í annað sætið með sigri í kvld.

Liam Delap skoraði fyrra mark Ipswich úr vítaspyrnu snemma í leiknum en í byrjun seinni hálfleiks tvöfaldaði Omari Hutchinson, fyrrverandi leikmaður Chelsea, forystu Ipswich-manna  með góðu marki eftir sendingu frá Delap. 

Ipswich heimsækir Fulham í næstu umferð en Chelsea heimsækir Crystal Palace.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert