Fimm breytingar á liði Chelsea

Christopher Nkunku fær sénsinn í byrjunarliði Chelsea.
Christopher Nkunku fær sénsinn í byrjunarliði Chelsea. AFP/Glyn Kirk

Enzo Maresca, knattspyrnustjóri karlaliðs Chelsea, gerir fimm breytingar á liði sínu fyrir leikinn gegn Ipswich á útivelli í 19. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í Ipswich í kvöld. 

Leikurinn hefst klukkan 19.45 en Chelsea hefur aðeins fengið eitt stig úr síðustu tveimur leikjum sínum. 

Chelsea tapaði fyrir Fulham, 2:1, á heimavelli í síðustu umferð og hefur stjórinn ákveðið að breyta til. 

Daninn Filip Jörgensen kemur í markið fyrir Robert Sánchez, Axel Disasi kemur inn í hægri bakvörðinn fyrir Malo Gusto. 

Þá koma Joao Félix, Noni Maudeke og Christopher Nkunku inn fyrir Pedro Neto, Jadon Sancho og Nicolas Jackson. 


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert