Manchester United mátti þola 2:0-tap gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld.
Úrslitin þýða að United endar árið í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sem er lægsta staða þeirra um áramót í deildinni síðan 1989, eða í 35 ár. Það lið endaði árið í 15. sæti og endaði að lokum í 13. sæti.
Tapið var einnig þriðja tap liðsins á heimavelli í röð en það er í fyrsta skipti sem það gerist í 45 ár.
Hin töpin komu gegn Bournemouth, 3:0, og Nottingham Forest, 3:2.