Hefur City fundið arftaka Rodris?

Douglas Luiz.
Douglas Luiz. AFP/Marco Bertorello

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Manchester City eru með augastað á brasilíska miðjumanninum Douglas Luiz.

Það er Birmingham Live sem greinir frá þessu en Luiz, sem er 26 ára gamall, er samningsbundinn Juventus í ítölsku A-deildinni.

Hann gekk til liðs við Juventus frá Aston Villa, síðasta sumar, fyrir 50 milljónir punda en hann lék með Aston Villa í fimm ár, áður en hann hélt til Ítalíu.

Miðjumaðurinn þekkir vel til hjá Manchester City eftir að hafa verið á mála hjá félaginu á árunum 2017 til 2019 en hann spilaði aldrei aðalliðsleik fyrir félagið.

Forráðamenn City íhuga það alvarlega að fá inn miðjumann í janúar til þess að fylla skarð spænska miðjumannsins Rodris sem sleit krossband í haust en City 31 stig í 6. sæti úrvalsdeildarinnar, 14 stigum minna en topplið Liverpool.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert