Líklega á förum frá Arsenal

Kieran Tierney í leik með Arsenal.
Kieran Tierney í leik með Arsenal. AFP

Skoski knattspyrnumaðurinn Kieran Tierney er líklega á förum frá Arsenal næsta sumar. 

SkySports segir frá en þar kemur fram að uppeldisfélag leikmannsins Celtic sé á eftir bakverðinum. 

Tierney sem gekk í raðir Arsenal sumarið 2019, hefur lítið spilað fyrir félagið undanfarin ár og var á láni hjá Real Sociedad á síðustu leiktíð. 

Samkvæmt SkySports hefur Celtic nú þegar hafið viðræður við Tierney en samningur hans í Lundúnum rennur út í sumar. Tierney er sagður spenntur fyrir endurkomu til uppeldisfélagsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert