Enski knattspyrnumaðurinn Ashley Barnes er genginn til liðs við Burnley á nýjan leik.
Barnes skrifar undir hálfsárssamning í Burnley-borg en hann kemur til félagsins frá Norwich, þar sem hann hefur verið í eitt og hálft ár.
Fyrir það lék Barnes með Burnley í níu ár en hann skoraði 54 mörk í 293 leikjum fyrir liðið, mestallt í ensku úrvalsdeildinni.
Barnes, sem er 35 ára gamall, hefur einnig leikið með Brighton og Plymouth ásamt fleiri neðrideildarliðum.