Þeir geta orðið enn betri

Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold ræða hvernig þeir eigi að …
Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold ræða hvernig þeir eigi að taka aukaspyrnu í leik með Liverpool. AFP/Paul Ellis

Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold geti orðið enn betri leikmenn en þeir eru núna.

Salah hefur átt magnað tímabil og Alexander-Arnold hefur líka verið í stóru hlutverki en óvíssa ríkir enn um hvort þeir leiki áfram með félaginu að þessu tímabili loknu.

„Salah er 32 ára og getur enn bætt sig. Það er ekki einfalt því hann hefur afrekað svo mikið. En ég sá Mo ganga dálítið svekktan af velli eftir leikinn við West Ham því honum hafði mistekist að skora úr góðum færum.

Trent getur bætt sig meira en þessir leikmenn eru í fremstu röð í heiminum svo svigrúmið er ekki mikið,“ sagði Slot á fréttamannafundi sínum í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert