Tökum hætt eftir að Rooney sagði af sér

Wayne Rooney.
Wayne Rooney. AFP/Glyn Kirk

Ekkert verður úr fyrirhugaðri heimildarmynd um enska knattspyrnufélagið Plymouth eftir að Wayne Rooney sagði upp störfum sem stjóri liðsins á dögunum.

Það er Sky Sports sem greinir frá þessu en liðið vermir botnsæti ensku B-deildarinnar með 19 stig, þremur stigum frá öruggu sæti.

Rooney tók við stjórnartaumunum hjá félaginu í sumar og var ákveðið að ráðast í gerð heimildarmyndar um Rooney og félagið í haust en tökum var hætt í síðasta mánuði þegar fór að halla undan fæti innan vallar.

Guðlaugur Victor Pálsson er samningsbundinn Plymouth en hann gekk til liðs við félagið síðasta sumar frá Eupen í Belgíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert