Forráðamenn knattspyrnuliðs Real Madrid á Spáni hafa mikinn áhuga á franska miðverðinum William Saliba.
Það er spænski miðillinn Sport sem greinir frá þessu en Saliba, sem er 23 ára gamall, er samningsbundinn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.
Sport greinir meðal annars frá því að forráðamenn Real Madrid séu tilbúnir að gera Saliba að dýrasta varnarmanni heims en það þýðir að félagið þyrfti að borga meira en 80 milljónir punda fyrir miðvörðinn.
Harry Maguire, varnarmaður Manchester United, er sem stendur sá dýrasti en United keypti hann af Leicester, sumarið 2019, fyrir 80 milljónir punda.
Saliba gekk til liðs við Arsenal frá Saint-Étienne árið 2019 en hann er samningsbundinn enska félaginu til sumarsins 2027.