Knattspyrnumaðurinn Trent Alexander-Arnold er sagður vilja fyrirliðabandið í framtíðinni ef hann á að vera áfram hjá Liverpool.
Alexander-Arnold hefur mikið verið orðaður við spænska stórveldið Real Madrid undanfarið en samningur hans í Liverpool-borg rennur út í sumar.
Samkvæmt DailyMirror vill Alexander-Arnold fá langan og góðan samning ásamt því að verða framtíðarfyrirliði hjá Liverpool-liðinu, eigi hann að skrifa undir.