City-menn vaknaðir til lífsins

Erling Haaland skoraði tvö.
Erling Haaland skoraði tvö. AFP/Darren Staples

Manchester City vann sinn annan sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðið vann sannfærandi heimasigur á West Ham, 4:1, í dag. City er í sjötta sæti með 34 stig og West Ham í 13. sæti með 23.

City komst yfir á 10. mínútu er Vladimir Coufal setti boltann slysalega í eigið net og Erling Haaland bætti við öðru marki á 42. mínútu.

City byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og Haaland gerði sitt annað mark á 55. mínútu og þremur mínútum síðar bætti Phil Foden við fjórða markinu.

Nicklas Füllkrug minnkaði muninn fyrir West Ham á 71. mínútu.

Bournemouth hafði betur gegn Everton

David Brooks var hetja Bournemouth þegar hann skoraði glæsilegt mark á 77. mínútu sem tryggði liðiðnu 1:0 sigur gegn Everton.

Milos Kerkez sendi boltann á lofti inn í teig og Brooks setti boltann í fyrstu snertingu innanfótar í fjærhornið.

Bournemouth er í sjöunda sæti með 33 stig en Everton í 19. sæti með 17 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert