Smellhitti boltann á lofti (myndskeið)

David Brooks skoraði fallegt sigurmark fyrir Bournemouth er liðið sigraði Everton, 1:0, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Jordan Pickford í marki Everton var búinn að verja nokkrum sinnum vel í leiknum, en hann kom engum vörnum við á 77. mínútu er Brooks smellhitti boltann á lofti í teignum.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert