Newcastle sigraði Tottenham 2:1 í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í fjörugum leik í London í dag.
Dominic Solanke kom Tottenham yfir eftir aðeins fjórar mínútur með flugskalla en Anthony Gordon jafnaði metin tveimur mínútum síðar. Boltinn fór í höndina á Joelington í uppbyggingu marksins en eftir VAR-skoðun var niðurstaðan sú að markið væri löglegt.
Alexander Isak skoraði svo sigurmark Newcastle á 38. mínútu þegar hann potaði boltanum í markið.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.