Willum gulltryggði sigurinn

Willum Þór Willumsson skoraði.
Willum Þór Willumsson skoraði. Ljósmynd/Alex Nicodim

Birmingham vann sannfærandi útisigur á Wigan, 3:0, í ensku C-deildinni í fótbolta í dag.

Birmingham er í toppsæti deildarinnar með 53 stig, tveimur stigum meira en Wycombe, og með leik til góða.

Willum Þór Willumsson lék fram að uppbótartíma með Birmingham og hann gerði þriðja mark liðsins á 61. mínútu og gulltryggði sigurinn.

Alfons Sampsted var ekki í leikmannahópi Birmingham en hann hefur ekki leikið með liðinu síðan 9. nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert