Keane: Trent á heima í Tranmere

Trent Alexander-Arnold í leiknum í dag.
Trent Alexander-Arnold í leiknum í dag. AFP/Darren Staples

Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður Liverpool, var ekki upp á sitt besta gegn Manchester United í 2:2-jafntefli liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Hann hefur verið orðaður við Real Madrid en Roy Keane, fyrrverandi leikmaður Manchester United, stakk upp á því að hann ætti frekar að spila með Tranmere Rovers sem er í D-deild á Englandi.

„Við tölum um hversu frábær Trent er sóknarlega en varnarleikur hans í dag var eins og hjá skólastrák. 

Það er sagt að hann sé að fara til Real Madrid en miðað við varnarleik hans í dag ætti hann að fara til Trammere Rovers. Hann verður að gera betur,“ sagði Kean eftir leikinn.

D-deildarliðið svaraði ummælum hans en afþakkaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert