Stórleikurinn í hættu?

Mohamed Salah og Virgil van Dijk fagna marki þess fyrrnefnda …
Mohamed Salah og Virgil van Dijk fagna marki þess fyrrnefnda ó Old Trafford fyrr á tímabilinu. AFP/Paul Ellis

Enn er óljóst hvort stórleikur Liverpool og Manchester United í 20. umferð ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu fari fram á Anfield í dag. 

Leikurinn, sem á að hefjast klukkan 16.30, er í hættu vegna mikillar snjókomu í Liverpool-borg.

Öryggisráðgjafahópur Liverpool-borgar mun klukkan 12 taka ákvörðun um hvort leikurinn fari fram.

Flugvellirnir í Manchester og Liverpool þurftu að loka nokkrum flugbrautum fyrr í dag vegna veðursins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert