Ipswich og Fulham gerðu 2:2-jafntefli í hörkuleik í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag.
Leif Davis felldi Harry Wilson þegar hann var að fara einn á móti marki og Fulham-menn vildu rautt spjald á hann en fengu það ekki.
Sammie Szmodics skoraði eina mark leiksins sem kom ekki af vítapunktinum þegar hann kom Ipswich yfir í fyrri hálfleik.
Raul Jiménez jafnaði úr vítaspyrnu en Liam Delap kom Ipswich aftur yfir úr vítaspyrnu tveimur mínútum síðar. Fulham fékk aftur vítaspyrnu á 90. mínútu og Jiménez skoraði aftur af punktinum.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.