Fyrstu mörk United í rúmlega sex ár

Lisandro Martínez fagnar marki sínu á Anfield í gærkvöldi.
Lisandro Martínez fagnar marki sínu á Anfield í gærkvöldi. AFP/Darren Staples

Þegar Lisandro Martínez kom Manchester United í forystu gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær var það fyrsta mark liðsins á Anfield í rúm sex ár í öllum keppnum.

Síðan þá hafði Man. United átt 44 skot á vellinum án þess að skora, eða síðan Jesse Lingard skoraði fyrir liðið í 3:1-tapi fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í desember árið 2018.

Mun styttra leið á milli næsta marks Man. United þar sem Amad Diallo skoraði 28 mínútum eftir að Martínez skoraði í jafntefli, 2:2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert