Mesta sigurgangan í 58 ár

Leikmenn Nottingham Forest fögnuðu af hógværð eftir sigurinn í kvöld …
Leikmenn Nottingham Forest fögnuðu af hógværð eftir sigurinn í kvöld en þeir hafa komið mest allra á óvart í vetur. AFP/Ben Stansall

Nottingham Forest hefur ekki átt að fagna sigurgöngu á borð við þá sem liðið er á um þessar mundir í 58 ár.

Forest vann í kvöld sjötta leik sinn í röð í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, 3:0 gegn Wolves á útivelli, og það gerðist síðast hjá félaginu í efstu deild tímabilið 1966-1967.

Félagið náði ekki einu sinni slíkri sigurgöngu á gullárum sínum í lok áttunda áratugar síðustu aldar þegar liðið varð óvænt enskur meistari og síðan Evrópumeistari tvö ár í röð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert