Nýja ungstirnið úr leik

Ethan Nwaneri fagnar markinu gegn Brighton á laugardaginn.
Ethan Nwaneri fagnar markinu gegn Brighton á laugardaginn. AFP/Glyn Kirk

Ethan Nwaneri, hinn 17 ára gamli leikmaður Arsenal sem hefur slegið í gegn með liðinu á undanförnum vikum, verður frá keppni næstu vikurnar vegna meiðsla.

Hann fór meiddur af velli í leiknum gegn Brighton á laugardaginn, eftir að hafa skorað mark Arsenal í jafntefli, 1:1.

Það var fimmta mark hans fyrir Arsenal á tímabilinu en hann hefur fimm sinnum verið í byrjunarliði Arsenal hingað til.

Meiðslin eru talsvert áfall fyrir Arsenal því Nwaneri hafði fyllt skarð Bukayo Saka í undanförnum leikjum en Saka er úr leik í nokkrar vikur í viðbót.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert