Þjóðverjarnir hafa áhuga á Rashford

Marcus Rashford hefur ekkert spilað með Manchester United undanfarnar vikur.
Marcus Rashford hefur ekkert spilað með Manchester United undanfarnar vikur. AFP/Darren Staples

Þýska félagið Borussia Dortmund hefur bæst í hóp þeirra félaga sem sögð eru hafa áhuga á að fá enska kantmanninn Marcus Rashford í sínar raðir.

Ljóst virðist að Rashford sé á förum frá Manchester United, annaðhvort í láni út þetta tímabil eða þá að hann verði seldur.

The Athletic segir að Dortmund sé að velta fyrir sér möguleikanum á að fá Rashford lánaðan til vorsins en enn fremur séu AC Milan, Juventus og nokkur lið í ensku úrvalsdeildinni á svipuðum nótum.

Rashford hefur ekki spilað í ensku úrvalsdeildinni í mánuð en hann kom síðast inn á sem varamaður gegn Nottingham Forest á Old Trafford 7. desember. Þá spilaði hann í 55 mínútur gegn Viktoria Plzen í Evrópudeildinni fimm dögum síðar en var svo settur út úr leikmannahópnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert