Hættu við fréttamannafund dagsins

Julen Lopetegui, knattspyrnustjóri West Ham United.
Julen Lopetegui, knattspyrnustjóri West Ham United. AFP/Oli Scarff

Enska knattspyrnufélagið West Ham United hefur aflýst fréttamannafundi sem átti að fara fram í dag. Þar átti Julen Lopetegui, stjóri karlaliðsins, að sitja fyrir svörum.

Sæti Lopetegui er heitt vegna vonbrigðatímabils. Stýrði hann æfingu liðsins í morgun en þrátt fyrir það halda enskir fjölmiðlar því fram að aðeins sé tímaspursmál hvenær Spánverjinn verði rekinn.

West Ham hefur þegar rætt við Graham Potter, Paulo Fonseca og Christophe Galtier um að taka við starfinu og þykir Potter líklegastur til þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert