Miklar líkur virðast á því að David Moyes snúi aftur á fornar slóðir og taki við starfi knattspyrnustjóra Everton á nýjan leik.
Sean Dyche var sagt upp störfum í dag og The Athletic segir að Moyes sé efstur á blaði hjá nýjum eigendum Everton en hann stýrði liðinu í ellefu ár, frá 2002 til 2013, og hætti með West Ham síðasta vor eftir fimm ár samfleytt með Lundúnaliðið og tæp sjö ár í allt.
Moyse er 63 ára gamall Skoti og stýrði Manchester United, Real Sociedad og Sunderland á árunum 2013 til 2017.