Enska knattspyrnufélagið Wolverhampton Wanderers hefur fest kaup á varnarmanninum Emmanuel Agbadou frá franska félaginu Reims. Skrifaði hann undir fjögurra og hálfs árs samning.
Enskir fjölmiðlar greina frá því að kaupverðið sé 16,6 milljónir punda, tæplega 2,9 milljarðar íslenskra króna.
Agbadou er 27 ára gamall miðvörður sem er landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem Vítor Pereira, nýr knattspyrnustjóri Úlfanna, fær til liðs við sig.