Ítalska knattspyrnufélagið Como hefur áhuga á að fá enska sóknarmanninn Marcus Rashford, leikmann Manchester United, til liðs við sig í janúarglugganum.
Como leikur í A-deildinni og er að hluta til í eigu Cesc Fabregas, sem einnig er knattspyrnustjóri liðsins.
AC Milan hefur einnig áhuga á að fá Rashford að láni í þessum mánuði en Como hefur blandað sér í baráttuna.
Samkvæmt Sky á Ítalíu myndi Como ekki eiga í neinum vandræðum með að fjármagna félagaskiptin en há laun Rashford setja strik í reikninginn hjá AC Milan, sem myndi einungis borga hluta þeirra á móti Man. United.