Mættur aftur til æfinga hjá City

Oscar Bobb á fleygiferð í eina leik sínum á tímabilinu …
Oscar Bobb á fleygiferð í eina leik sínum á tímabilinu til þessa. AFP/Justin Tallis

Norski knattspyrnumaðurinn Oscar Bobb hefur hafið æfingar að nýju með Englandsmeisturum Manchester City eftir að hafa verið frá vegna meiðsla undanfarna fimm mánuði.

Bobb fótbrotnaði á æfingu með liðinu í ágúst síðastliðnum, skömmu áður en yfirstandandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni hófst.

Hann kom við sögu í Samfélagsskildinum stuttu áður en það er eini leikur Bobbs á tímabilinu til þessa.

Norðmaðurinn er 21 árs sóknartengiliður og kantmaður sem lék 26 leiki fyrir Man. City í öllum keppnum á síðasta tímabili og skoraði tvö mörk.

Bobb verður ekki með Man. City í ensku bikarkeppninni á morgun þegar liðið fær D-deildar lið Salford í heimsókn en færist nær því að spila aftur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert