Moyes búinn að semja við Everton

David Moyes stýrði síðast West Ham.
David Moyes stýrði síðast West Ham. AFP/Michal Cizek

Skoski knattspyrnustjórinn David Moyes verður eftirmaður Sean Dyche hjá Everton en Moyes samþykkti í dag tveggja ára samning við félagið og verður kynntur á morgun.

Sky Sports greinir frá. Moyes var vinsæll hjá stuðningsmönnum Everton er hann stýrði liðinu í ellefu og hálft ár, áður en hann tók við Manchester United árið 2013.

Síðan þá hefur hann stýrt Real Sociedad, Sunderland og West Ham en Moyes hóf stjóraferilinn hjá Preston.

Moyes fær verðugt verkefni hjá Everton því liðið er aðeins einu stigi fyrir ofan fallsæti í ensku úrvalsdeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert