Leicester vann Queens Park Rangers, 6:2, í þriðju umferð ensku bikarkeppni karla í knattspyrnu í Leicester í dag.
James Justin skoraði tvö mörk fyrir Leicester en Stephy Mavididi, Facundo Buonanotte, Jamie Vardy og Wout Faes skoruðu mark hver.
Jonathan Varane og Rayan Kolli skoruðu þá mörk Queens Park Rangers.