Enska knattspyrnufélagið Everton hefur staðfest endurkomu Skotans David Moyes sem stjóra karlaliðsins.
Moyes tekur við af Sean Dyche sem var rekinn á dögunum.
Skotinn skrifar undir tveggja ára samning í Bítlaborginni en hann stýrði áður liðinu í ellefu og hálft ár, þar til hann tók við Manchester United sumarið 2013.
Síðan þá hefur hann stýrt Real Sociedad, Sunderland og West Ham en Moyes hóf stjóraferilinn hjá Preston.
Everton-liðið er aðeins einyu stigi fyrir ofan fallsæti í ensku úrvalsdeildinni en liðið fær Aston Villa í heimsókn næstkomandi miðvikudag.