„Ég þekki Marcus vel, við spiluðum einu sinni saman,“ sagði Zlatan Ibrahimovic, fyrrum leikmaður og nú ráðgjafi Milan, aðspurður um Rashford.
„AC Milan er eitt af stærstu félögum í heiminum, allir leikmenn vilja vera hérna,“ bætti Svíinn við.
Rashford hefur ekki fengið að spila með Manchester United síðan í byrjun desembermánaðar og er líklegt að hann sé á förum frá enska félaginu.
„Það er ekki auðvelt að eiga við Manchester United. Við munum sjá til hvort við ákveðum að hefja viðræður eða ekki,“ sagði Ibrahimovic.
Líklegt er að Rashford verði lánaður til Milan en talið er að félagið hafi ekki efni á að kaupa enska framherjann.