Varamarkmaður Manchester United, Altay Bayindir, reyndist hetja liðsins er United hafði betur gegn Arsenal í vítakeppni, 5:3, í þriðju umferð enska bikarsins.
Bayindir gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Norðmannsins Martin Ödegaard í leiknum og varði síðan víti frá Kai Havertz í vítaspyrnukeppninni.
Ruben Amorim, stjóri Manchester United, var afar sáttur með Bayindir eftir leikinn.
„Stundum getur líf þitt breyst á einni viku og þú getur séð það hjá Altay. Á móti Tottenham voru allir að naga á sér neglurnar en í dag var hann hetjan okkar,“ sagði Amorim um Bayindir eftir leik.
Bayindir átti erfitt uppdráttar þegar United mætti Tottenham í deildarbikarnum en Tyrkinn fékk fjögur mörk á sig, meðal annars eitt úr hornspyrnu.
Manchester United mun fá Leicester í heimsókn í fjórðu umferð enska bikarsins.