Til Arsenal eftir að hafa hafnað Liverpool

Martin Zubimendi.
Martin Zubimendi. AFP/Ander Gille

Spænski knattspyrnumaðurinn Martin Zubimendi mun ganga til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal næsta sumar.

Það er Sportsmail sem greinir frá þessu en Zubimendi, sem er 25 ára gamall, er uppalinn hjá spænska félaginu og hefur leikið með því allan sinn feril.

Leikmaðurinn er með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að yfirgefa félagið fyrir 51 milljón punda og vinna forráðamenn Arsenal nú í því að virkja klásúluna.

Miðjumaðurinn mun klára tímabilið á Spáni og ganga svo til liðs við Arsenal næsta sumar en hann hafnaði því að ganga til liðs við Liverpool síðasta sumar.

Hann hefur skorað eitt mark og lagt upp önnur tvö til viðbótar í spænsku 1. deildinni á tímabilinu. Þá á hann að baki 15 A-landsleiki fyrir Spán en hann varð Ev´ropumeistari með liðinu í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert