Glæsimark fyrirliðans (myndskeið)

Marc Guéhi, fyrirliði Crystal Palace, skoraði glæsilegt mark með skoti á lofti þegar liðið lagði Leicester City að velli, 2:0, í ensku úrvaldseildinni í knattspyrnu í kvöld.

Jean-Philippe Mateta hafði komið Palace í forystu áður en Guéhi smellti boltanum upp í samskeytin nær eftir fyrirgjöf Eberechi Eze úr aukaspyrnu.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert