Tölfræðin með Arsenal í liði fyrir stórleikinn

Mikel Arteta og lærisveinar hans í Arsenal taka á móti …
Mikel Arteta og lærisveinar hans í Arsenal taka á móti Tottenham í stórleik kvöldsins. AFP/Justin Tallis

Tölfræðin er með Arsenal í liði fyrir stórleik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar enska liðið tekur á móti Tottenham á Emirates-vellinum í Lundúnum.

Arsenal er með 40 stig í þriðja sæti deildarinnar og getur minnkað forskot Liverpool á toppi deildarinnar í fjögur stig með sigri í kvöld.

Á sama tíma er Tottenham í 13. sætinu með 24 stig og þarf einnig nauðsynlega á sigri að halda til þess að blanda sér í baráttuna í efri hluta deildarinnar.

Tottenham hefur aðeins unnið einn af síðustu 31. leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni, sem hefur farið fram á heimavelli Arsenal. Tólf sinnum hafa liðin gert jafntefli og þá hefur Arsenal unnið 18 leiki liðanna á heimavelli sínum.

Þá hefur Tottenham mistekist að vinna Arsenal í síðustu þrettán leikjum liðanna í deildinni á Emirates-vellinum, eða allt frá því í nóvember árið 2010.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert