Markvörður Ipswich klaufalegur (myndskeið)

Christian Walton, markvörður Ipswich Town, gerði sig sekan um slæm mistök þegar Kaoru Mitoma kom Brighton & Hove Albion í forystu í 2:0-sigri í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Skot Mitoma var laust og beint á Walton en lak í netið. Georginio Rutter innsiglaði svo sigur Brighton með öðru marki gestanna.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert