Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Chelsea íhuga nú að leggja fram tilboð í argentínska sóknarmanninn Alejandro Garnacho.
Það er The Athletic sem greinir frá þessu en forráðamenn United eru sagðir tilbúnir að selja sóknarmanninn í janúar fyrir 70 milljónir punda.
United hafnaði í gær 40 milljón punda tilboði frá ítalska stórliðinu Napoli í Argentínumanninn en Garnacho hefur leikið með United frá árinu 2020.
Alls á hann að baki 117 leiki fyrir félagið í öllum keppnum þar sem hann hefur skorað 23 mörk og lagt upp önnur 14.