Sóknarmaður Liverpool enn og aftur meiddur?

Diogo Jota.
Diogo Jota. AFP/Oli Scarff

Portú­galski knatt­spyrnumaður­inn Di­ogo Jota er að glíma við meiðsli og er óvíst um þátt­töku hans þegar lið hans Li­verpool heim­sæk­ir Brent­ford í 22. um­ferð ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar á morg­un.

Þetta til­kynnti Arne Slot, stjóri Li­verpool, á blaðamanna­fundi í dag en Jota, sem er 28 ára gam­all, hef­ur verið mikið meidd­ur allt frá því að hann gekk til liðs við Li­verpool frá Wol­ves, sum­arið 2020.

Jota, sem skoraði jöfn­un­ar­mark Li­verpool gegn Nott­ing­ham For­est á þriðju­dag­inn var í 1:1-jafn­tefli liðanna í 21. um­ferð deild­ar­inn­ar í Nott­ing­ham, gat ekki æft með liðinu í gær vegna vöðvameiðsla.

Sókn­ar­maður­inn hef­ur aðeins komið við sögu í 13 leikj­um með Li­verpool í ensku úr­vals­deild­inni á tíma­bil­inu en hef­ur þrátt fyr­ir það skorað fimm mörk í deild­inni. Hann hef­ur misst af 12 leikj­um Li­verpool á tíma­bil­inu vegna vöðvameiðsla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert