Sjöunda tap Leicester í röð (myndskeið)

Leicester tók á móti Fulham í 22. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær og endaði leikurinn með sigri Fulham, 2:0.

Eftir fína byrjun hjá Ruud van Nistelrooy, knattspyrnustjóra Leicester, hefur stemningin súrnað hratt og hefur liðið nú tapað sjö leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni.

Það voru Emile Smith-Rowe og Adama Traore sem sáu um markaskorun Fulham liðsins í gær en með sigrinum er Fulham komið upp í 9. sæti deildarinnar.

Mörkin og önnur helstu tilþrif leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur enska boltann í samstarfi við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert