Enski knattspyrnumaðurinn Kyle Walker er á leið frá Englandsmeisturum Manchester City til ítalska stórveldisins AC Milan að láni.
Walker, sem er 34 ára gamall hægri bakvörður, bað um að fara frá Man. City fyrr í mánuðinum og greinir ítalski félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano frá því að hann haldi senn til Ítalíu.
Fyrirhugað er að Walker gangist undir læknisskoðun og skrifi svo formlega undir lánssamninginn í vikunni. Mun samningurinn gilda út yfirstandandi tímabil.